0
Hlutir Magn Verð

Yogi - Megan Rae

Taktu jákvæða afstöðu !  

 

 

Ein af fjölmörgum stefnumótandi ákvörðunum sem jógafræðin hafa kennt mér er að breyta viðhorfi til hlutanna.  

 

Það byrjar allt með að vera meðvituð.    

 

Fyrir mér er jógadýnan einn af þeim stöðum þar sem tilfinningaleg mótun er sem sterkust.   

 

Þegar ég æfi reglulega þá er ég full af sjálfstrausti,  upplifi mig sterka og örugga gagnvart mínu innsæi.   

 

Þegar ég missi út æfingar dala þessar tilfinningar allar og sjálfstraustið minnkar. 

 

Þessi upplifun er sterk þegar jógakennari stendur þig að því að vera ekki meðvituð og þú heyrir hann segja. “ertu að passa öndun”  eða “andaðu dýpra”  eða “slepptu” , það er því mikilvægt að minna sjálfan sig á alla þessa þætti þegar æft er með eða án leiðbeinanda. 

 

Hugsaðu um jógastöðu ( asana ) sem þér hugnast ekki og ert ekki kát með að leiðbeinandinn hafi bætt henni inní flæðið.    

 

Fyrir mér var það Gomukhasana eða Cow face pose.  

 

Það er jógastaða sem ég átti alltaf erfitt með, fyrir mér var hún óþægileg og mér leið kjánalega þar sem mér fannst ég vera sú eina sem þurfti að nota kubb til stuðnings.    

 

Á tímabili opnaði þessi jógastaða fyrir táraflóð og ég hafði ekki hugmynd hvers vegna en reyndin er sú að mjaðmir eru  tilfinningasvæði líkamans. 

 

Þegar ég var í kennaranámi átti ég samræður við kennarann minn Divya og sagði henni að það væru ákveðnar æfingar sem hentuðu mér ekki,  hún spurði á móti hvort mér væri illa við þær af því þær væru mér erfiðar.  

 

Það setti hlutina í nýtt samhengi fyrir mér og eftir þessar samræður þá setti ég saman lista yfir jógastöður sem mér var illa við og eyrnamerkti þær sem æfingar sem ég ætti að leggja áherslu á og breyta afstöðu minni gagnvart.  

 

Það er vissulega margt sem við upplifum á jógadýnunni sem við getum ekki endilega sett beint í samhengi við daglegt líf. 

 

Hins vegar sá lærdómur sem við drögum af að breyta afstöðu til einstakra jóga æfinga getur fyllilega kennt okkur að takast á við lífið almennt.  

 

Það að læra rétta öndun,  vera afslöppuð og róleg og taka jákvæða afstöðu til hluta sem þér finnst óþægilegir í daglegu lífi gerir allt mikið skemmtilegra.  

 

 

Namaste

 

MEGAN RAY -  YOGO -  YOGI.IS 

 

http://meganraeoflight.com

 

Nýjustu blogfærslurnar