0
Hlutir Magn Verð

Ayurvedic fræðin um jákvæðni

Ayurvedic fræðin um jákvæðni

 

Ayurvedic fræðin kafa dýpra en þessi hefðbundna “hugsaðu jákvætt”  speki.  

 

Þau kenna að það er ekki einungis mikilvægt að huga ávallt að jákvæðu hugarfari heldur einnig að viðhalda jákvæðni í öllum skrefum og aðgerðum þíns daglega lífs.  

 

Það getur breytt þínu hugsanamynstri frá neikveiðni yfir í jákvæðni við allar kringumstæður.  

 

Jákvætt hugarfar getur gjörbreytt öllu þínu daglega lífi.  Það er ef til vill ekki alltaf auðvelt að viðhalda jákvæðni og þess vegna mikilvægt að njóta þess sem skiptir máli í lífinu og leita eftir jákvæðu hliðinni á öllum málum. 

 

Það er jafnframt mikilvægt að njóta og vera þakklát/ur fyrir það sem við höfum.  

 

Samkvæmt Ayurveda fræðunum ef þú ert trúuð/aður þá farðu með bænir kvölds og morgna,  ef þú ert spiritual farðu þá með möntru en ef hvorugt á við þig leitaðu þá eftir jákvæðri setningu eftir einhvern sem þú dáir og farðu yfir hana upphátt eða í huganum.  

 

Það er ávallt farsælast að forðast að tala illa um aðra eða hugsa slæmar hugsanir um sjálfan sig.   Róaðu allar neikvæðar hugsanir eins og afprýðisemi,  reiði, græðgi,  depurð, ótta osfrv með því að stunda jákvæða íhugun og jóga æfingar.   

  

Með því að leitast stöðugt eftir því að reyna nýja hluti og taka þátt í skemmtilegum viðburðum viðheldur þú og þroskar huga þinn.  

 

Ekki gleyma að bros er smitandi og hvort sem þú brosir til einhvers ókunnugs eða ástvinar getur það auðveldlega fært viðkomandi gleði.  Það að veita öðrum gleði færir þér einnig ánægju !  

 

Og það mikilvægasta af öllu,  njóta lífsins !

 

Urban Veda - Ayurveda - www.YOGI.IS     Þín velsæld - Okkar ástríða

 
 
 
 

 

Nýjustu blogfærslurnar