0
Hlutir Magn Verð

Minnkaðu bólgur með réttu fæðuvali

Minnkaðu bólgur með réttu fæðuvali        ath. smella á litlu myndina til að sjá í fullri stærð

Þegar kemur að því að vinna gegn bólgum í líkamanum er ekkert mikilvægara en fæðan sem við setjum á diskinn okkar.

Bólgur í líkamanum geta haft í för með sér verulega óþægilegar aukaverkanir eins og liðverki,  auma vöðva og þreytu.   Góðu fréttirnar eru þær að auðvelt er að hafa jákvæð fyrirbyggjandi áhrif á bólgur með réttu matarræði.

Eftirfarandi eru nokkrar fæðutegundir sem taldar eru hafa mjög jákvæð áhrif. 

ANANAS .:  Þessi suðræni ávöxtur er með hátt C-vítamin innihald og inniheldur ensímið Bromelain sem hefur öflug bólgueyðandi áhrif og styrkir ónæmiskerfi.   Einnig hefur verið sýnt framá að Bromelain hafi jákvæð áhrif gagnvart blóðsega og virkar jafnframt sem náttúrulegt asperín. 

TURMERIC.:  Vissir þú að Turmeric er talið jafngildi 14 mismunandi  lyfja ?  Virka efnið í Turmeric er þekkt sem Curcumin sem sýnt hefur verið framá að minnka verulega bólgur,  vöðvaverki,  liðverki og fleira. 

( Í  skammti af Vivo Life Perform protein blöndunni er 200mg  af Turmeric sem stuðlar að hraðari endurhleðslu eftir æfingar. )

BER .:  Dökk ber og rauð vínber innihalda ensím kallað  Quercetin  sem talið er spila hlutverk í baráttu gegn skemmdum af völdum sindurefna.  Umframmagn sindurefna í líkamanum getur haft bólgumyndandi áhrif  og jafnvel hraðað öldrun. 

KÓKOSHNETU  OLÍA .:  Fitusýrur í kókoshnetu olíu eru fullar af sterkum bólgueyðandi efnum.   Grunnrannsóknir hafa sýnt fram á að neysla Kókoshnetu olíu getur haft bólguminnkandi  áhrif  og jafnvel fyrirbyggjandi áhrif gagnvart gigt umfram helstu lyf. 

REISHI MUSHROOM .:   Reishi er sá sveppur á jörðinni sem talinn er hafa einna mestan lækningarmátt og hefur verið sýnt fram á að hann geti haft jákvæð áhrif á lifur og hjarta,  blóðþrýsting og jafnvel krabbamein og æxli

Dæmi um fæðutegundir sem hafa jákvæð bólgueyðandi áhrif .: 

Sítrus ávextir,  grænkál,  rauðrófur,  Reishi sveppir,  Turmeric, Kókoshnetuolía,  Ber,  Ananas, Flax seeds

Dæmi um fæðutegundir sem geta haft slæm bólgumyndandi áhrif .: 

Mjólkurvörur,  kjöt, unnið fæði,  óvandaðar matarolíur, sykur 

ATH.  Ávallt skal haga neyslu einstakra fæðutegunda og efna af skynsemi og gamla máltækið um að allt sé best í hófi á hér við sem annars staðar. Jafnframt skal taka fullyrðingum um lækningamátt með fyrirvara þar sem hugsanlega liggja ekki fullnægjandi viðurkenndar rannsóknir að baki auk þess að einhverju marki getur virkni verið einstaklingsbundin en hér er þó eingöngu verið að fjalla um almenna hollustu og hugsanleg jákvæð áhrif einstakra ávaxta og jurta.  Úrtak þetta á við um örfáa valda ávexti og jurtir en að sjálfsögðu eru ótal ávextir, plöntur og jurtir sem innihalda heilsubætandi efni.      

Unnið af VIVO LIFE og YOGI.IS    Þín velsæld - Okkar ástríða 

 

Nýjustu blogfærslurnar