0
Hlutir Magn Verð

Hin fullkomna Smoothie þrenna

Hin fullkomna Smoothie þrenna  smella á mynd til að sjá í fullri stærð

Hér koma þrjár af okkar uppáhalds protein Smoothie uppskriftum sem hjálpa þér að endurhlaða og  byggja upp líkamann eftir æfingu eða nýtast einfaldlega sem létt og orkurík næringarmáltíð.   

Þessar uppskriftir er einfalt að útbúa og léttar blöndur fyrir meltingu tryggja að líkaminn fái mikilvæga næringu til að koma í veg fyrir eymsli í liðum og særindi í vöðvum  eftir æfingu og  jafnframt byggja upp orkubirgðir fyrir næstu átök. 

Vanillu hnetusmjörs og berja Smoothie 

Innihald 

 • 1 banani
 • 1 bolli af jarðarberjum
 • 1 bolli af hindberjum
 • 1 teskeið af hnetusmjöri
 • 1 ausa af Vivo Life Perform Madagascan Vanilla protein 
 • 1 bolli af haframjólk

Hræra saman í rafmagnsblandara þar til blandan er mjúk og tilbúin til neyslu. 

Bláberja og Chia kókoshnetu Smoothie 

Innihald

 • 1 bolli af kókosmjólk 
 • 1 bolli af bláberjum
 • 1 banani
 • 1 ausa af Vivo Life Perform Acai & Blueberry protein 
 • 2 teskeiðar af chia fræjum 

Hræra saman í rafmagnsblandara.  Þú getur jafnframt skipt út kókosmjólkinni fyrir innihald ferskrar kókoshnetu þ.e. kókosvatn og bætt kókoskjöti úti til að fá hollar fitusýrur.  

Matcha og myntu súkkulaði spæni Smoothie

Innihald 

 • 1 bolli af hnetumjólk
 • 1 banani
 • 2-4 döðlur eftir stærð
 • 1 teskeið Vivo Life Organic Matcha duft
 • 1 ausa af Vivo Life Perform Raw Cacao protein 
 • 3 matskeiðar af  kakó spæni
 • Handfylli af ferskri myntu

Hræra saman í rafmagnsblandara þar til blandan er mjúk og tilbúin til neyslu.    Njótið vel.  

VIVO LIFE / YOGI.IS   Þín velsæld - Okkar ástríða 

 

Nýjustu blogfærslurnar