0
Hlutir Magn Verð

Þungmálmar

VIVO LIFE og  Þungmálmar   ath. smella á mynd til að sjá í fullri stærð 

Ræðum aðeins um þungmálma.   Við erum að tala um þungmálma eins og Cadmium,  blý og mercury sem geta safnast upp í frumunum og hafa tengst vandamálum í taugakerfi,  hjarta og heila.  

Byggt á könnun sem Consumer Label Project birti niðurstöður af fyrr á þessu ári þá hafa fundist þungmálmar í einhverju magni í protein blöndum frá vinsælum framleiðendum þar á meðal hjá þekktum framleiðendum sem vinna úr plöntuafurðum.

Hvernig má þetta vera ?  Ástæðan er að sum fyrirtæki kaupa inn ódýr protein gjarnan unnin úr baunum og hrísgrjónum sem eru framleidd á stórum verksmiðjuökrum í ófrjóum jarðvegi fullum af áburði og eiturefnum.    Í sparnaðarskyni sleppa þessi sömu fyrirtæki  gjarnan þungmálmaprufum sem hins vegar getur orsakað protein blöndur sem geta verið skaðlegar heilsu manna.   

Næst þegar þú velur protein skaltu kanna hvort framleiðsuvaran hefur undirgengist prófanir gagnvart þungmálmum.   Það gæti komið þér á óvart hvað víða er pottur brotinn.  

Með þessa visku að leiðarljósi gerum við hjá VIVO LIFE okkur far um að velja bestu finnanlegu framleiðendur hágæða proteina þar sem við könnum á staðnum hvort framleiðsluvaran innihaldi nokkuð þungmálma.   

Við vinnum eingöngu með ræktendum sem vinna samkvæmt ströngustu framleiðslustöðlum og hafa Organic vottun þar sem öll framleiðsla er jafnframt könnuð af óháðum eftirlitsaðilum.  

Þannig tryggjum við hámarks hreinleika og gæði okkar framleiðsluvara. 

VIVO LIFE og YOGI.IS  -  Þín velsæld  - Okkar ástríða 

 

 

Nýjustu blogfærslurnar