0
Hlutir Magn Verð

Yogi - Megan Rae

Fimm kostir þess að stunda jóga undir beru lofti 

 

 

Fyrir mér er engin tilfinning betri en að finna sólina verma húðina,  vindinn leika við hárið og skynja jörðina undir fótum mínum og höndum.   

Við verjum svo miklum tíma innandyra,  í símanum eða tölvunni hangandi yfir samskiptamiðlum að við dettum alveg úr sambandi við raunveruleikann.   

 

Ég er alveg sek þarna og hef orðið vör við hvað þessir ósiðir hafa mikil áhrif til hins verra.    Þegar ég skynja að ég missi samband við raunveruleikann þá legg ég áherslu á að tengjast og vera til staðar í núinu.   

 

Eruð þið ekki sammála ? 

 

Við ástundun æfinga í gegnum árin hef ég skynjað sterkt að besta leiðin til að ná tengingu við sjálfa mig er að fara út í náttúruna.   

Ástundun jóga gefur sömu upplifun.   Þegar ég næ að samræma þessa tvo þætti finnst mér ég vera í himnaríki og þar sem ég elska að æfa úti vil ég hvetja ykkur til að gera slíkt hið sama.   

 

Það var ekki fyrr en í menntaskóla sem ég lærði um það sem við getum kallað jarðtengingu (earthing) .   Jarðtenging er sú tilfinning að fá strauma frá yfirborði jarðar við það að snerta jörðina með líkamanum.    

Þessi jarðtenging róar taugakerfi líkamans og hefur orkugefandi andoxunaráhrif sem getur bætt svefn,  styrkt ónæmiskerfi, minnkað bólgur osfrv.   

 

Ég minnist þess að um leið og ég var komin með bílpróf þá fór ég nær daglega á ströndina til að hlusta á öldurnar,  tína skeljar,  finna sandinn leika við tærnar og horfa á tunglið og stjörnunar þegar kvölda tók.   

 

Það er einfaldlega svo róandi að vera til staðar í náttúrunni og skynja máttarvöld sem eru svo mikið stærri en maður sjálfur.  

 

Með því að gera jógaæfingar utandyra gefst þér kostur á að ná snertingu og skynjun við jörðina.  Það að gera æfingar á ójöfnu undirlagi úti í náttúrunni gefur miðju líkamans og vöðvum í fótleggjum aukinn styrk.   

 

Til að fyrirbyggja að ég sökkvi í mjúkan sandinn á ströndinni nota ég YOGO jógadýnuna mína en þegar ég hugleiði gref ég jafnframt hendur mínar í sandinn til skynja náttúruna enn frekar. 

 

Prana - öndun 

 

Hugsaðu um hvernig tilfinning það er þegar þú tekur fyrsta andardrátt af fersku lofti þegar þú kemur á ströndina,  vatnið,  fjallið eða hvert sem náttúran togar þig.   Það er stórkostlegt er það ekki ?   Að anda að sér fersku lofti er frábær leið til að skynja sterkt hvernig inn og útöndun þín er.   

 

Við kennslu legg ég mikla áherslu á öndun nemanda minna og þegar ég kenni utandyra tek ég eftir hvað nemendur mínir eiga auðveldara með að tengjast öndun sinni í nútíma. 

 

Að vera til staðar 

 

Það að skynja nærumhverfið er góð leið til að vera til staðar í núinu.   Ef þú ert í fjalllendi getur þú ímyndað þér styrk fjallanna og nýtt þann styrk í æfingunni.  Bara að skynja steinana undir skónum,  vindinn leika við hárið,  draga sig inní núið og upplifa gleðina af því að vera til staðar.    

 

Vindurinn er góð áminning um að staldra við og njóta,  upplifa öndunina þegar þú andar að þér fersku lofti og minna þig á frjálst flæði í æfingum þínum.   Ef þú ert nálægt vatni og heyrir öldugjálfur getur það enn frekar aukið við upplifunina.   Skola burt öllu því sem má missa sín og fylla á orkutankana. 

 

Þegar þú hefur tök á því að stunda jóga utandyra gefst þér tækifæri til að njóta hvers augnabliks.   Skilja við allar áhyggjur sem tengjast fortíð eða framtíð og tengjast innra sjálfi.   Ég veit það er ekki einfalt að æfa utandyra í köldu loftslagi en það að upplifa fegurð nátturunnar, birtu og hreint loft er eftir sem áður mögulegt og gerir þér kleyft að auka athygli og upplifa mikla slökun.  

 

Aukin sköpunargáfa og sjálfstraust. 

 

Þegar þú æfir utandyra í stað þess að vera innan veggja æfingastöðvar þá ertu jafnframt að stíga útúr þægjindaramma þínum.   Þú þarft að treysta eigin innsæi fyrir því hvað þú átt að gera næst í flæði þínu og leyfa náttúrunni sem umlykur þig að örva ímyndunaraflið.  

 

Minni streita     

 

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þó sé ekki nema lítil tenging við náttúruna getur hún róað líkama þinn og huga.  Þú þarft nú varla sönnun fyrir því að vera úti í náttúrinni og / eða njóta fallegs útsýnis er sérstaklega róandi og minnkar streitueinkenni,  

 

Þegar þú gefur þér tækifæri á að finna fyrir tengingu við lífið í kringum þig, leika utandyra og upplifa alla orkuna þá ert þú að gefa skynjun þinni tækifæri til vaxtar.  Það er nærandi að leyfa sér að vera til staðar og njóta vímunnar af því að skynja sterkt nærumhverfið.  

 

YOGO 

 

Jógadýnan sem ég nota er frá fyrirtæki sem heitir YOGO.  Ég er mikill aðdáandi þessarar dýnu, báðar hliðar eru með frábæru gripi, það er auðvelt að þrífa þær og pakkast vel saman, aðeins 1kg að ferðast með og halda á ásaumuðu handfangi - frábær dýna.   Það besta er að með hverri seldri dýnu er eitt ávaxtatré gróðursett á fátækum svæðu Afríku eða  Suður Amríku 

 

Megan Rae - YOGO - YOGI.IS

 

www.meganraeoflight.com 

 

Nýjustu blogfærslurnar