0
Hlutir Magn Verð

Góð Heilsa og Heilbrigði eru verðmæti

Góð Heilsa og Heilbrigði eru verðmæti    ath. smella á mynd til að stækka 

Ímyndaðu þér að líkami þinn sé bankareikningur.   

Í hvert skipti sem þú borðar næringarlega lélegt fæði,  missir af góðum nætursvefni,  sleppir æfingu,  horfir á niðurdrepandi sjónvarpsefni eða festist í neikvæðum hugsunum þá ertu að ganga verulega á reikninginn. 

Viðbrögðin geta verið skammtímalán í formi kaffi og sykurs eða aðrir falskir orkugjafar nýttir til að koma sér í gegnum daginn en ef ekkert er að gert og áfram er gengið á sjóðinn er stutt í að reikningurinn tæmist og inneignin sem í þessu tilfelli er góð heilsa yfirgefur þig. 

EN  sem betur fer er þetta reikningur sem er tiltölulega auðvelt að endurhlaða og með breyttum lífstíl, vönduðu matarræði,  góðum svefni, reglulegri hreyfingu og jákvæðu hugarfari myndast fljótt inneign á reikningnum og þú ferð að njóta ávöxtunar í formi bættrar heilsu,  betri meltingu,  útliti húðar,  orku og jákvæðri útgeislun.  

Allt verður léttara og skemmtilegra og öll verkefni sem virtust flókin verða einfaldari.  

Ólíkt bankareikningum sem oft virðast hafa tilhneigingu til að tæmast af minnsta tilefni þá er heilsureikningurinn að öllu jöfnu þægilegur viðureignar og á það sammerkt með bankareikningum að góð innistæða gefa möguleika á góðu lífi,  öryggi og ánægju og tilefni til að láta gott af sér leiða.   

Þetta er í raun svo einfalt, byrjaðu að leggja inn strax i dag og það munar um allt,  margt smátt gerir eitt stórt !  

VIVO LIFE og YOGI.IS   Þín velsæld – Okkar ástríða 

 

Nýjustu blogfærslurnar