0
Hlutir Magn Verð

Vertu tilbúin(n) að taka áhættu !

Vertu tilbúin(n) að taka áhættu  ! 

Vertu tilbúin(n) að taka meiri áhættu,   dreyma stærri drauma og setja þér stærri markmið en flestir telja að sé skynsamlegt eða mögulegt að framkvæma. 

Hvað er stærsta fyrirstaðan hjá flestum gegn því að uppfylla sína villtustu drauma ?   

Það er ekki tími, peningar eða hæfileikar.  Það er hins vegar óttinn við að mistakast.  

Við erum svo hrædd við mistök að við gefum draumum okkar ekki tækifæri til að sanna sig.

En það er ekki hættulegt að gera mistök.   Það er nauðsynlegt að mistakast.    Mistök gefa okkur reynslu og tækifæri til vaxtar.  

Þau kenna okkur,  styrkja karakter okkar og auka skilning og víðsýni.

Sérhver bolti sem hittir í mark er afrakstur fjölda skotinna bolta sem hitta ekki.  

Svo hvernig átt þú að ná markmiðum og upplifa drauma þína ef þú ert ekki tilbúin(n) að gera mistök í ferlinu. 

Leið islenska fótboltalandsliðsins að átjánda sæti heimslistans er þyrnum stráð og margir boltar farið forgörðum en þeir sem skila sér í markið gera öll mistökin og erfiðið þess virði ! 

VIVO LIFE  - YOGI.IS   Þín velsæld - Okkar ástríða

 

 

 

 

 

Nýjustu blogfærslurnar