Góð Smoothie Morgunverðarskál
Góð Smoothie Morgunverðarskál
Þegar kemur að hollum morgunverði þá jafnast ekkert á við góða Smoothie skál.
Smoothie skálar eru ljúffengar, bjóða uppá fjölbreyttni og eru frábær leið til hlaða upp vítamínum og steinefnum.
Þær eru jafnframt mun meira seðjandi en hefðbundinn næringardrykkur (Smoothie) og veita fyllingu í langan tíma.
Leyndarmálið við góða Smoothie skál er þéttnin. Með því að nota góðan blandara og lítinn vökva næst fram þykkt sem gerir blönduna nægilega þykka til að borða beint úr skálinni með skeið.
Með því að nota frosna ávexti næst einnig fram þessi þéttni og mýkt sem ákjósanleg er á blöndunni. Frosnir bananar og ber eru stórt leyndarmál fyrir pottþétta Smoothie skál.
Hér er dæmi um ljúffenga Smoothie skál sem hægt er að laga á mnokkrum mínútum með blöndu af berjum og fleira .:
2 þroskaðir bananar
200g frosin blönduð ber
1 matskeið hör fræ
1 ausa af VIVO LIFE PERFORM próteini : Acai & Blueberry
Smá skvetta af möndlu mjólk, rétt til að mýkja blönduna
Þegar þú hefur hrært blönduna er komið að því að bæta og skreyta hana.
Ferskir ávextir, ber, pumpkin seeds, hnetusmjör, coconut flögur og granola eru aðeins nokkur dæmi um möguleikana.
Lykillinn við góða Smoothie skál er að velja saman góða samsetningu af proteini, kolvetnum og fitu. Það tryggir að morgunverðurinn sé öflug næring fyrir verkefni dagsins.
Ferskir ávextir eru orkugefandi og góð uppspretta fyrir kolvetni og eru því góður grunnur í Smoothie skál.
Fræ frá hör, flax og chia eru góð uppspretta fyrir nauðsynlegar fitusýrur og protein. Úr þeim fást einnig nauðsynleg steinefni eins og magnesium, selenium og manganese.
Til að auka enn frekar protein innihald er tilvalið að nota einnig hágæða plöntu protein duft eins og VIVO LIFE PERFORM. Það kemur í veg fyrir blóðsykursfall og gefur lengri fyllingu.
Til að fylla máltíðina bættu við uppáhalds hnetusmjörinu þínu og / eða heimalöguðu Granola. Það tryggir að Smoothie skálin haldi þér gangandi langt inní daginn.
Það eru í raun engin takmörk á fjölbreyttni á þeim Smoothie skálum sem þú getur lagað. Tilvalið að tína til öll þín uppáhalds hráefni og skapa flotta skál. Líkami þinn og bragðlaukar eiga eftir að vera þakklátir.
Upplýsingar unnar af VIVO LIFE OG YOGI.IS www.yogi.is Þín velsæld - Okkar ástríða